Samskipti á vinnustöðum
Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum? Hver og einn samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndar samskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og hvernig hann nýtist til að fyrirbyggja og leysa úr ágreiningi.
Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir hjá Birki ráðgjöf. Rakel er með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin frá árinu 2002. Hún hefur starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun frá útskrift. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár. Að auki hefur Rakel haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Hún er jafnframt stundakennari í MBA námi við Háskólann í Reykjavík.
Námskeiðið fer fram á rafrænu formi og fá þátttakendur senda slóð á fjarfundinn deginum fyrir námskeið.
Samskipti á vinnustöðum
Hefst 02. febrúar 2022
Skráningu lýkur 31. janúar
Verð
Án kostnaðar
Dagar
2. febrúar 2022
Tími
13:00-15:00
Umsjón
Rakel Heiðmarsdóttir
Staðsetning
Rafrænt námskeið