Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð þjónusta

12. september 2019
Námskeið til 10 ECTS eininga  á framhaldsstigi í samstarfi við heilbrigðisvísindasvið HA - Námskeiðið er í fjarkennslu.
Námskeiðið er þrjár lotur, alls 30 kennslust. 
 

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll og ofbeldi. Námskeiðið byggir á þverfaglegri nálgun á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Með því að samþætta þekkingu og reynslu fleiri fagstétta og vísindasviða öðlast nemendur innsýn í heildræna og þverfaglega þekkingu og nálgun. Áhersla er á forvarnir, einkenni, afleiðingar og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum og ofbeldi, með það að markmiði að efla einstaklinga á öllum sviðum.

Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni s.s. líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Greiningar- og úrvinnsluferli eru skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda í því samhengi eru einnig skoðuð. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla og ofbeldis á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þjónustu.

Nánari upplýsingar, verð og skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála