Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Haustferð öldungadeildar

24. september 2019
Dagsferð þriðjudaginn 24. september 2019

Ferðaáætlun:
11:45 - Mæting við Húsgagnahöllina Bíldshöfða 20
12:00 – Brottför

Viðkomustaðir: Gróðrastöðin Dalsgarður og Mosskógar í Mosfellsdal - Þjóðgarðurinn á Þingvöllum – Hagavík – Úlfljótsvatnskirkja – Ljósafossstöð – Restaurant Minni Borg; Grillhlaðborð, meðlæti við allra hæfi, eftirréttur og kaffi/te. Þeir sem ekki borða kjöt eða eru með fæðuóþol þurfa að láta vita við skráningu. Drykkir ekki innifaldir í verði.

20:45 – Brottför frá Restaurant Minni Borg
21:45 Komið til Reykjavíkur - Húsgagnahöllina Bíldshöfða 20

Leiðsögumaður í rútunum allan daginn
Nauðsynlegt að skrá sig í ferðina fyrir 19. september – aðeins þeir sem skrá sig eiga tryggt sæti.
Ferðin kostar 13.000 krónur, allt innifalið samkvæmt lýsingu hér að ofan. Greiða þarf ferðina með peningum við brottför.
Tilkynna þarf þátttöku á netfangið skraning@ritari.is eða í síma 412-4584 eigi síðar en 19. september.
Forfallist félagsmaður, eftir að skráningu lýkur, þarf að tilkynna það til formanns deildarinnar steinunnsig@internet.is

Stjórnin
Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála