Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hjálp til sjálfshjálpar

6. mars 2020

Námskeið fyrir fagfólk um notkun handbókar um hugræna atferlismeðferð

Starfsfólk geðheilsusviðs Reykjalundar mun halda eins dags námskeið fyrir fagfólk. Farið verður í þær aðferðir sem hafa reynst vel sem fyrsti kostur til sjálfshjálpar við vægu og meðaldjúpu þunglyndi og kvíða. Ýmsir fagaðilar s.s. í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu, geta nýtt innihald bókarinnar til að styðja einstaklinga til sjálfshjálpar.
Aðallega er unnið með virkni og neikvæðar hugsanir. Auk þess nýtist þessi nálgun til að setja markmið, vinna með ýmsan vanda, koma á reglu og jafnvægi í daglegu lífi s.s. á svefn, næringu og hreyfingu. Þessir þættir skipta allir verulegu máli fyrir almenna líðan, til að fyrirbyggja geðrænan vanda og viðhalda bata.

Hvenær: föstudaginn 6. mars 2020 – kl. 9:00-15:00
Námskeiðsgjald er kr. 27.000
Innifalið í verði er HAM bókin, verkefnahefti, morgunhressing og hádegisverður.

Skráning fer fram í gegnum vefsíðu HAM bókarinnar http://ham.reykjalundur.is/namskeid/ en þar er einnig dagskrá námskeiðsins og fleiri upplýsingar.
Skráningu lýkur föstudaginn 28. febrúar

Nánari upplýsingar

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála