Hjukrun.is-print-version

Í leit að innri ró og frið

24. nóvember 2020
Viltu setja þig í fyrsta, annað og þriðja sætið? Ef svarið er játandi þá er námskeiðið Í leit að innri ró og frið kannski eitthvað fyrir þig? Námskeiðið er byggt á göngutúrum í náttúrunni, jóga og sjálfstyrkingu. Farið er í vikulega göngutúra í borginni og í nágrenni þar sem þátttakendum gefst færi á að njóta náttúrunnar í ró og næði og án áreitis og streitu daglegs lífs – að hlusta á umhverfishljóðin, anda að sér ilmi náttúrunnar, hugleiða, gera léttar teygjur og umfram allt að slaka á. Markmiðið er að njóta en ekki þjóta. Vikulega er unnið með sjálfstyrkingu í gegnum markþjálfun, jóga, hugleiðslu og slökun – og jafnvel brugðið á leik og spilað.

Kennari námskeiðsins er Gróa Másdóttir. Hún á margvíslega menntun að baki, m.a. sagnfræði, fornleifafræði, MBA og leiðsögu- og jógakennaranám. „Ég hef mikla ástríðu fyrir því að vinna með fólki að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Gróa en hún byggir námskeið sín á fjölþættri nálgun bæði innandyra og í náttúrunni. Í námskeiðinu er byggt á öndun og hugleiðslu og sáð er fræjum sjálfstyrkingar í huga þátttakenda. Lögð er áherslu á þakklæti og styrkleika hvers og eins og hvernig hægt er að nýta þá í markmiðasetningu.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 24. nóvember og stendur í þrjár vikur. Kennt er tvisvar á viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-12:00. Á þriðjudögum er hist utandyra og á fimmtudögum er unnið í sjálfstyrkingu í gegnum fjarfundarbúnað. Hámarksfjöldi eru 9 þátttakendur.

Verð fyrir námskeiðið er 40.000 krónur. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið groa.m@simnet.is

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála