Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Heilbrigðisþing 2020

27. nóvember 2020

Heilbrigðisþing um menntun og mönnun í heilbrigðisþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2020 um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og verður því streymt frá síðunni heilbrigdisthing.netlify.app  föstudaginn 27. nóvember kl.8:30-12:30.

Mönnun heilbrigðisþjónustu er alþjóðleg áskorun þar sem samkeppni um mannauðinn er vaxandi og eftirspurn eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa erlendis mikil. Því er nauðsynlegt að stöðugt sé fjárfest í menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er ljóst að vaxandi þörf er fyrir nýsköpun í heilbrigðisþjónustu til að takast á við aukin verkefni. Tækifærin eru mörg en til að nýta þau skiptir miklu máli að lagaumgjörð heilbrigðismála veiti nægilegt svigrúm til þróunar og nýsköpunar.

Nánari upplýsingar og skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála