Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

EHÍ: Geðlyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga - FJARNÁMSKEIÐ

1. desember2020

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 15. DESEMBER

Þetta námskeið, sem er á meistarastigi, kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.

Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarkennslu. Kennslufyrirkomulag og dagsetningar má sjá í kennsluskrá.

Undanfarar/Forkröfur:
Að hafa lokið námi í hjúkrunarfræði.

Hvenær:
Námskeiðið hefst 15. jan. og lýkur 24. apríl

Kennsla:
Dr. Gísli Kort Kristófersson, Sérfræðingur í geðhjúkrun, Dósent í Geðhjúkrun við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.. Oddur Ingimarsson, geðlæknir. Merrie Kaas, sérfræðingur í geðhjúkrun. Hólmfríður Lydía Ellertsdóttir, barna og unglingageðlæknir. Kristín Húnfjörð Hjartardóttir, APRN, DNP.

Hvar:
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.

Nánari upplýsingar og skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála