Heilsustyrkur
Frestur til að skila umsókn vegna úthlutunar í lok apríl rennur út 9. apríl.
Til að umsókn verði meðhöndluð þarf að setja sem viðhengi í umsókn eftirfarandi gögn:
Sundurliðaður reikningur, með nafni umsækjanda og/eða kennitölu. Á reikningunum þarf að vera áritun/stimpill/merki þess sem gefur reikningana út með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða símanúmer. Fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu skulu koma fram á reikningunum.
Sótt er um styrkinn á Mínum síðum, en úthlutunarreglur er að finna á vefsvæði Styrktarsjóðs.