Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þitt tækifæri- þín stefna - gerðu 2021 að þínu besta ári!

11. janúar 2021

Kannastu við að hugsa til baka og muna þá eftir fullt af draumum sem þú ætlaðir að láta rætast og fullt af markmiðum sem þú ætlaðir að ná en tíminn bara flaug og enn ertu að hjakka í svipuðu fari? Þorir þú að láta 2021 verða besta árið þitt óháð því hvernig heimurinn er og láta ytri aðstæður ekki verða hindrun? Rannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem ná árangri í lífinu vita hvað þeim finnst mikilvægt og þora að setja sér krefjandi markmið. Til að geta sett okkur markmið þurfum við samt að vita hvað við viljum og þráum. Á þessu námskeiði spyrjum við okkur kröftugra spurninga til að finna út hvað við virkilega viljum og notum áhrifaríkar aðferðir í markmiðasetningu. Í lok námskeiðs gengur þú út með þína sýn, þinn óskalista og öflugt aðgerðaplan fyrir árið 2021.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom föstudaginn 15. janúar kl. 08:30 - 10:00, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og linkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur deginum fyrir námskeið.

Leiðbeinandi: Ragnheiður Aradóttir, PCC stjórnenda- og teymismarkþjálfi, mastersdiplóma í jákvæðri sálfræði og eigandi PROcoaching & Training.

 

Skráning á námskeið

 

 

 

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála