Aðalfundur 2021
20.
janúar 2021
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 á Grand Hótel Reykjavík.
Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir 5. maí. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Vakin er athygli á að tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 14. apríl. Hið sama gildir um önnur mál sem félagsmenn óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar á vefsvæði félagsins.