Hjukrun.is-print-version

Ráðgjöf um getnaðarvarnir

3. júní 2021

Á vegum Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands verður haustið 2021 boðið upp á námskeið til að undirbúa hjúkrunarfræðinga að veita ráðgjöf um getnaðarvarnir og ávísa hormónagetnaðarvörnum. Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum sem lokið hafa eða stunda meistaranám í heilsugæslu. Námskeiðið heitir HJÚ157F Ráðgjöf um getnaðarvarnir- lyfjaávísanir og er 6 ECTS einingar, bæði fræðilegt og klínískt. Fræðilegi hlutinn er kenndur í einni lotu sem byrjar í lok september og lýkur með rafrænu prófi. Lotan hefst mánudaginn 27. september og lýkur föstudaginn 1. október. Nemendur vinna síðan tvö klínísk verkefni og ljúka námskeiðinu í lok haustannar. Lágmarksfjöldi eru 15 nemendur og hámarksfjöldi 20.

Í námskeiðinu læra nemendur almennt um getnaðarvarnir en sérstaklega um hormónagetnaðarvarnir og hvernig skuli standa að ráðgjöf um getnaðarvarnir. Námskeiðinu er ætlað að gefa fræðilegan grunn en jafnframt að byggja upp klíníska færni til að nemandi sé fær um að ávísa hormónagetnaðarvörnum, fylgja þeim konum eftir sem fá getnaðarvarnir og takast á við þær aukaverkanir sem upp kunna að koma. Sýnt er hvernig hormónastafur og lykkja er sett upp og fjarlægð og nemendur fá tækifæri til að æfa sig.

Fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga þarf að sækja um námið í gegnum Endurmenntun. Umsóknarfrestur verður til og með 13. ágúst. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Nemendur við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands skrá sig í námskeiðið með hefðbundnum hætti. Nemendur við Háskólann á Akureyri þurfa að sækja um námið sem gestanemar fyrir 15. ágúst. Upplýsingar um gestanám: https://www.hi.is/nam/gestanam_opinberir_haskolar

Umsjónarkennarar: Sóley S. Bender, prófessor og Hildur Sigurðardóttir, lektor.

Nánari upplýsingar og skráning

 


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála