Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur öldungadeildar Fíh

17. september 2021

Öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

AÐALFUNDUR 2021
verður haldinn fimmtudaginn 14. október nk. kl. 14:30 – 16:30
á Nauthól, Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum deildarinnar.
    Á dagskrá aðalfundar má taka fyrir tillögur eða mál sem berast í hendur formanns viku fyrir aðalfund.
  • Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Guðbjörg Pálsdóttir, gerir grein fyrir málum sem eru efst á baugi hjá félaginu.

    Kaffihlé – veitingar verða bornar fram á diskum fyrir hvern og einn fundarmann til að draga úr sameiginlegum snertiflötum.

  • Söngatriði: Guðrún Árný Karlsdóttir
  • Starfið framundan
  • Önnur mál

Kaffi, meðlæti og fundaraðstaða: kr. 2.500

Farið verður að gildandi sóttvarnartilmælum.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 12. október á netfangið: steinunnsig@internet.is  eða í síma 431- 2450. Þegar þú hefur skráð þig á þetta netfang átt þú að fá staðfestingu á skráningunni.
Stjórnin vill vekja athygli á að greiða þarf fyrir alla þá sem skrá sig á fundinn. Forfallist félagsmaður eftir að skráningu lýkur, þarf að tilkynna það til formanns deildarinnar steinunnsig@internet.is

 


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála