Hjukrun.is-print-version

Ráðstefnan Dagur öldrunar 2021

4. október 2021

Ráðstefnan Dagur öldrunar 2021 fer fram 19. nóvember 2021 – Hótel Natura og Zoom.

Tímarnir breytast og mennirnir með
Heildrænn stuðningur við aldraða og fjölskyldur þeirra

Dagur öldrunar verður haldinn í 4. sinn þann 19. nóvember 2021. Þema dagsins „tímarnir breytast og mennirnir með” vísar til mikilvægis þess að vera með þjónustu á hreyfingu og sníða og þróa hana að þörfum þjónustuþeganna og samfélagsins. Mikilvægi sérþekkingar eykst stöðugt ásamt þörf fyrir fræðslu og þjálfun starfsmanna. Metnaður, nýsköpun, samvinna, öryggi, gæði o.fl. mikilvægir þættir varða leiðina til árangurs. Heildrænn stuðningur og heildræn þjónusta, lýðheilsa og sjálfræði, nýting mannafla og þekkingar eru áskoranir nútímans og framtíðarinnar.

Ráðstefnan er haldin af:
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga
Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
Fagráði öldrunarhjúkrunar á Landspítala
Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítalans
í öldrunarfræðum, RHLÖ

Nánari upplýsingar veita:
Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, anna.gudbjorg.gunnarsdottir@reykjavik.is
Íris Dögg Guðjónsdóttir, iris@eir.is
Sólrún Ólína Sigurðardóttir, solrun@salus.is
Hlíf Guðmundsdóttir, hlifgud@landspitali.is

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála