Hjukrun.is-print-version

EHÍ: Að styrkja meðferðarsambandið

6. janúar 2022
Þriggja daga vinnusmiðja þar sem farið verður yfir gagnreyndar aðferðir til að koma á, viðhalda og styrkja meðferðarsambandið. Sérstaklega verður lögð áhersla á verklegar æfingar og unnið verður með klínísk dæmi alla þrjá dagana.

Heill dagur verður tekinn í krefjandi samskipti og hvernig hægt er að draga úr valdabaráttu í meðferðarsambandinu. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að lágmarka streitu sem krefjandi vinnu með skjólstæðingum fylgir.

Mán. 28. - mið. 30. mars kl. 8:00 - 16:00 (3x)
Kennarar eru Dr. Gísli Kort Kristófersson og Sólveig Fríða Kjærnested
Staðsetning: Endurmenntun, Dunhaga 7.

Nánari upplýsingar og skráning
Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála