Hjukrun.is-print-version

EHÍ: Sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga

11. janúar 2022

- námskeið fyrir fagfólk. Snemmskráning til og með 20. febrúar.

Sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga er vaxandi vandi á vesturlöndum og víða farið að skilgreina hana sem lýðheilsuvanda. Hegðunin er þess eðlis að hún veldur álagi og spennu innan fjölskyldna, meðal unglinga og hjá þeim sem starfa með unglingum. Ástæðan er m.a. sú að erfitt getur verið að greina á milli sjálfsskaðahegðunar sem hefur þann ætlaða tilgang að lifa og sjálfsvígstilraunar sem hefur þann ætlaða tilgang að deyja.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM miðvikudaginn. 2. mars kl. 13:00 - 17:00
Kennari: Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í barna- og unglingageðhjúkrun

Nánari upplýsingar og skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála