Hjukrun.is-print-version

Menningarferð öldungadeildar um Borgarfjörð

2. maí 2022

Menningarferð um Borgarfjörð 1. júní 2022 

Ferðaáætlun

Kl. 09.45 Mæting við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða
Kl. 10.00 Brottför

Viðkomustaðir eru Hvanneyri, þar sem við skoðum Hvanneyrarkirkju, Landbúnaðarsafnið og Ullarselið. Þar fáum við okkur miðdegishressingu. Við skoðum hina fögru náttúrur Borgarfjarðar, og komum m.a. að Húsfelli og skoðum Hraunfossa og Barnafossa.

Kl. 19.00 Snæðum tveggja rétta kvöldverð í Glym.
KL. 20.30 Brottför frá Glym til Reykjavíkur um Hvalfjörð.
Kl. 21.45 Komið til Reykjavíkur í Húsgagnahöllina á Bíldshöfða 20.

Leiðsögumenn verða í rútunum allan daginn.

Kostnaður

Ferðin kostar 18.500 kr. Allt er innifalið skv. lýsingu hér að ofan,- og meira! Best er að greiða fyrirfram inn á reikning Öldungadeildarinnar, bnr. 526-14-120000, kt. 691093-2639. Þeir sem ekki gera það geta greitt með seðlum við upphaf ferðar.

Skráning

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fyrir 25. maí. Aðeins þeir sem skrá sig og fá staðfestingu eiga tryggt sæti. Skráning er á skraning@ritari.is eða í síma hjá þeim, snr.412-4584. Forföll skal tilkynna á sama hátt fyrir 30. maí en eftir það skal senda sms eða hringja í síma 895 0218 (Ragnheiður).

 

PRENTVÆN DAGSKRÁ

 

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála