Sjónaukinn - Árleg ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs HA
Nú styttist í næsta Sjónauka sem verður haldinn í Háskólanum á Akureyri og einnig rafrænt dagana 19. og 20. maí n.k.
Áskoranir framtíðarinnar: Velferðarþjónusta í nærumhverfi
Skráningin á Sjónaukann fer fram á heimasíðu Sjónaukans þar sem finna má allar nánari upplýsingar.
Upphafsfundirnir verða með áherslu á öldrun og þjónustu við heilabilaða með fyrirlesurum sem við erum stolt af að kynna:
Dr. Frida Andréasson, félagsfræðingur og nýdoktor, Linköping University, Svíþjóð
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi og MA í öldrunarfræðum, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Dr. Jón Snædal, sérfræðingur í almennum lyflækningum og prófessor í öldrunarlækningum
Dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ
Dr. Anne Marie Mork Rokstad, prófessor við Háskólann í Molde og nýdoktor við sjúkrahúsið í Vestfold, Noregi
Eftir hádegi skiptist dagskráin upp í tvo hluta og verða fjöldamörg spennandi erindi á dagskrá.
Ekkert kostar að skrá sig á ráðstefnuna og er hún er öllum opin, jafnt fagfólki sem notendum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar.
Á Facebook viðburði Sjónaukans má finna upplýsingar um aðalfyrirlesarana og erindin þeirra.