Hjukrun.is-print-version

Ráðstefna: Fyrstu 1000 dagar barnsins

19. maí 2022

Lokaráðstefna verkefnisins norræna samstarfsverkefnisins Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndunum fer fram í Hörpu þann 27. júní. Ráðstefnan verður öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hægt verður að taka þátt bæði á staðnum og rafrænt. 

Skráning

Embætti landlæknis leiðir samstarfsverkefnið um geðheilsu og fyrstu æviár barna, en um er að ræða formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Verkefnið beinist að því að skoða hvernig Norðurlöndin hlúa að velferð og vellíðan barna á fyrstu æviárunum í gegnum meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd, leikskóla og tengd þjónustukerfi.

Nýverið kom út lokaskýrsla verkefnisins með stefnumótunartillögum til norrænna stjórnvalda um hvernig styðja má betur við geðheilsu barna og foreldra á fyrstu æviárunum.

Skýrslan  

Hér má einnig lesa nánar um þær tillögur sem snúa að Íslandi

Hægt verður að taka þátt í ráðstefnunni í Hörpu 27. júní og á netinu en nauðsynlegt er að skrá sig. Takmörkuð pláss eru til þátttöku á staðnum en hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á netinu eftir að fullt verður orðið í sal.

Vefur ráðstefnunnar

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála