Hjukrun.is-print-version

Norræn ráðstefna um sýkingavarnir

4. júlí 2022

Norræn ráðstefna um sýkingavarnir verður haldin í Danmörku 31. ágúst til 2. september næstkomandi.

Á ráðstefnunni verður rætt um ýmiss konar sýkingavarnir (t.d. sótthreinsun, notkun hlífðarbúnaðar, sýkingavarnir á langlegustofnunum o.m.fl) og einnig verður farið yfir hvað við ættum að hafa lært af baráttunni við COVID-19. Fyrirlesarar eru frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Ef þátttakendur eru með veggspjöld tengd sýkingavarnastarfi, sem þeir hafa áhuga á að kynna á ráðstefnunni þarf að senda slíkt fyrir 1. ágúst 2022 til lotta.edman@folkhalsomyndigheten.se eða  Jho@ssi.dk. Verðlaun verða veitt fyrir besta veggspjaldið.

Í tengslum við ráðstefnuna býður Rigshospitalet í Kaupmannahöfn upp á heimsókn „sitevisit“  30. ágúst. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvað verður fjallað um þar og hvernig er hægt að skrá sig.

Nánari upplýsingar

Skráning

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála