Hjukrun.is-print-version

Starfsmannamál og persónuvernd: Hvaða reglur gilda um meðferð persónuupplýsinga starfsmanna?

14. september 2022

Námskeið haldið miðvikudaginn 28. september 2022, kl. 9:00-12:30, einungis í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þátttökugjald er kr. 21.200,-

Smelltu hér til að skrá þig

Markhópur: Allir sem vinna í mannauðsmálum, starfsmannastjórn eða að öðrum málefnum starfsmanna, hvort sem er í opinberri stofnun eða á almennum vinnumarkaði. 

Námskeiðið hentar fyrir þá sem bera ábyrgð á starfsmannamálum innan stofnana og fyrirtækja en einnig þeim sem koma að slíkum málum sem sjálfstæðir ráðgjafar, lögfræðingar eða fulltrúar stéttarfélaga.  Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa ákveðna grunnþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni en vilja fá aukna innsýn inn í hvernig unnið er með reglurnar í framkvæmd á sviði þar sem mikið reynir á þær.


Viðfangsefni: Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða kröfur verða leiddar af núgildandi persónuverndarlögum nr. 90/2018 og samsvarandi reglugerð ESB (GDPR) um vinnslu persónuupplýsinga um starfsmann. Fjallað verður um helstu álitamál sem koma upp í hjá mannauðsstjórn og starfsmönnum, grunnreglur löggjafarinnar sem og nýlega framkvæmd innanlands sem erlendis.


Markmið: Að veita þátttakendum yfirsýn yfir helstu álitamál og reglur þannig að þeir auki færni sína í að fara rétt með persónuupplýsingar í starfi. Í námskeiðinu verður sjónum beint að vinnslu almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga í starfsmannamáli og fjallað um þau vandamál sem kunna að fylgja eftirliti með starfsmönnum, t.d. viðveru, tölvunotkun og þátttöku á samfélagsmiðlum. Meðal atriða sem farið verður yfir eru hvaða reglur gilda um:

  • Umsóknir, meðmæli, persónuleikapróf og upplýsingar sem aflað er í leitarvélum eða á samfélagsmiðlum
  • Almennar upplýsinga um starfsmenn, svo sem símanúmer, netföng, menntun, laun, reikningsupplýsingar og kennitölu.
  • Ljósmyndir af starfsmönnum og myndbandsupptökur.
  • Gögn um fjarveru og heilbrigðisvandamál
  • Sakavottorð starfsmanna, upplýsingar um félagsleg vandamál og fjárhagsmálefni, þ. á m. upplýsingar af vanskilaskrá. Upplýsingar sem aflað er í starfsmannasamtölum eða við frammistöðumat
  • Heimildir til að miðla upplýsingum til þriðja aðila, svo sem stéttarfélags og trúnaðarmanna.
  • Upplýsingar úr tölvupósti starfsmanna, netnotkun þeirra og það sem þeir birta á samfélagsmiðlum, sem og upplýsingar sem aflað er með rafrænni vöktun.
  • Fyrir hvaða meðferð þarf að afla samþykkis og hvaða kröfur verða gerðar til samþykkis?
Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála