Ráðstefna evrópskra taugahjúkrunarfræðinga (EANN)
1.
október 2022
The European Association of Neuroscience Nurses heldur ráðstefnu á Íslandi í maí 2023. Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga er meðlimur í EANN og undirbýr ráðstefnuna.
Ráðstefnan verður haldin dagana 25. – 27. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Þema ráðstefnunnar er Looking to the future and celebrating advancements in Neuroscience Nursing.
Boðið verður upp á ýmsa fyrirlestra og vinnuhópa auk þess sem rými verður til að kynnast öðrum taugahjúkrunarfræðingum frá Evrópu og víðar.