Diplómanám fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu
Háskóli Íslands býður upp á sérhæft Diplómanám fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu, hluti námskeiða í fjarnámi.
Mótað í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild og Viðskiptadeild HÍ, valin voru saman námskeið þeirra deilda sem þar munu nýtast og að höfðu samráði við lykilaðila í ísl. heilbrigðisþjónustu: Í kennsluskrá undir Framhaldsnám -Opinber stjórnsýsla-Viðbótardiplóma-Opinber stjórnsýsla fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100916_20186&kennsluar=2018&lina=7316 og bæklingur sem lýsir vel markmiðum og aðdraganda námsins: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/diploma_opinb_heilbr_2020-21.pdf
Skráningarfrestur í diplómanám til 30. nóvember:
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir og hlekki á allar námslínur framhaldsnáms Stjórnmálafræðideildar: https://www.hi.is/stjornmalafraedideild#framhaldsnam
Sjö námsleiðir: Opinber stjórnsýsla, alþjóðasamskipti, blaða- og fréttamennska, kynja- og jafnréttis.fr., fjölmiðla- og boðskiptafræði og meistaranám í stjórnmálafræðum. Þrjár námsleiðanna eru mögulegar í fjarnámi.
Hlekkir á hverja námsleið eru hér fyrir neðan, og drög að stundarskrám verða sett á vefinn síðar á haustmisserinu.
Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða s.n. skráningargjald 75.000.- fyrir námsárið ef byrjað er að hausti, en 55.000.- fyrir vormisserið ef byrjað er um áramót.
Umsóknareyðublað og leiðbeiningar um umsóknarferilinn: https://www.hi.is/umsokn_um_nam
Við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands stunda nú um 500 manns meistara- eða diplómanám á sjö mismunandi námsleiðum. Sjá þær hér fyrir neðan.
Deildin og hennar samstarfsaðilar eru leiðandi hér á landi á öllum þessum sviðum og hafa á að skipa framúrskarandi kennurum. Inntökuskilyrði á öllum línum eru BA, BS eða BEd próf í einhverri grein. Vilji nemar sækja um í meistaranám er 1. einkunn skilyrði, en nemendur með lægri einkunn fá inngöngu í diplómanám. Nái þeir 1. einkunn þar, komast þeir í meistaranámið og fá námskeiðin metin þar inn, nái þeir tilskyldum árangri. Engar aðrar aðgangstakmarkanir eru í meistaranám stjórnmálafræðideildar.
1. Opinber stjórnsýsla diplóma- og meistaranám, að mestu einungis í boði í fjarnámi
Stjórnmálafræðideild HÍ er leiðandi í námi og rannsóknum á sviði opinberrar stjórnsýslu. Vorið 2017 var gerð könnun meðal allra sem þá höfðu lokið náminu og töldu lang flestir að námið hefði nýst þeim vel, bæði í starfi og til starfsframa. Námið er skipulagt þannig að fólk geti tekið það samhliða starfi og þá á lengri tíma og fjölmargir gera það. Í náminu sitja reyndir stjórnendur hins opinbera af fjölda sviða, bæði ríkis og sveitarfélaga, ásamt fólki sem nýlega hefur lokið háskólanámi, og njóta í náminu leiðsagnar reyndra kennara og fagmanna. Sú blanda er einn styrkleika námsins.
Nánari upplýsingar um námið og einstök námskeið má finna hér: https://www.hi.is/opinber_stjornsysla_mpa
Í boði er einnig sérhæft Diplómanám f. stjórnendur í heilbrigðisþjónustu, hluti námskeiða í fjarnámi. Mótað í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild og Viðskiptadeild HÍ, valin voru saman námskeið þeirra deilda sem þar munu nýtast og að höfðu samráði við lykilaðila í ísl. heilbrigðisþjónustu: Í kennsluskrá undir Framhaldsnám -Opinber stjórnsýsla-Viðbótardiplóma-Opinber stjórnsýsla fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100916_20186&kennsluar=2018&lina=7316 og bæklingur sem lýsir vel markmiðum og aðdraganda námsins: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/diploma_opinb_heilbr_2020-21.pdf
2. Fjölmiðla- og boðskiptafræði diploma- og meistaranám í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hægt að taka í fjarnámi.
Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum bls. 1-10: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf og hér: UGLA - Kennsluskrá 2022-2023 > Kennsluskrá Háskóla Íslands, námsleiðir og diplómur (hi.is)
Markmið háskólanna er að byggja upp öflugt rannsóknamiðað nám, ekki síst í ljós mikils og vaxandi mikilvægis og áhrifa fjölmiðla í lífi fólks og samfélaginu í heild. Nám af þessu tagi hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og mikil gróska er í rannsóknum erlendis á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skoða íslenska fjölmiðla og íslenskan veruleika ekki síst í samhengi við það sem gerist annars staðar.
3. Meistara- og diplómanám í blaða- og fréttamennsku - Aðeins er hægt að byrja á haustin
Hagnýtt og fræðilegt nám, þar sem áhersla er lögð á að kenna nemendum vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína og að laga efni að ólíkum tegundum miðla, prent-, vef-, mynd- og hljóðmiðla. Námið er boðið í samstarfi við Félags-, mann- og þjóðfræðideild HÍ. Nánari upplýsingar: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf bls. 11-19 og í kennsluskrá HÍ: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100415_20206&kennsluar=2020
4. Norðurslóðafræði- diplómanám, kennt á ensku
Breytingar á umhverfi norðurslóða hafa skapað ný tækifæri á svæðinu en um leið nýjar áskoranir sem kalla á nýja og sérhæfða þekkingu. Í náminu öðlast nemendur þekkingu og færni í að greina aðstæður aðildarríkja Norðurskautsráðsins og annarra gerenda sem hafa sig frammi á svæðinu. Aðstæður í alþjóðasamskiptum kalla eftir auknum rannsóknum á Norðurslóðum. Nemendur hafa tækifæri til að auka þekkingu sína á þessu sviði og skapa sér sérþekkingu sem nýtist í frekara námi og störfum: https://www.hi.is/vidbotardiploma_i_nordurslodafraedum
5. Alþjóðasamskipti, diplóma- og meistaranám, kennt á ensku
Stjórnmálafræðideild er eina íslenska háskóladeildin sem býður nám í alþjóðasamskiptum, en umfang alþjóðasamskipta af margvíslegu tagi og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka vex stöðugt og kallar á starfsfólk með þekkingu á því sviði. Námið mætir þörf fyrirtækja, samtaka og hins opinbera að þessu leyti og hefur á að skipa framúrskarandi kennurum. Nánari upplýsingar: https://www.hi.is/althjodasamskipti_ma og lýsingar á einstökum námskeiðum í kennsluskrá HÍ: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100918_20226&kennsluar=2022
Smáríkjafræði-diplómanám, Aðeins hægt að byrja á haustin-kennt á ensku. Stjórnmálafræðideild HÍ er einnig leiðandi á sviði kennslu og rannsókna á þessu sviði. Í náminu er byggt á nýjustu rannsóknum á þessu sviði, m.a. fjallað um þau tækifæri sem smáríki í alþjóðasamfélaginu standa frammi fyrir og þá veikleika sem þau þurfa að styrkja. Sérstök áhersla er á að greina stöðu Norðurlandanna og annarra smáríkja í Evrópusambandinu. Nánari upplýsingar: https://www.hi.is/smarikjafraedi_smariki_i_althjodakerfinu
6. Kynjafræði meistaranám og Hagnýt jafnréttisfræði diplómanám. Hægt að taka að verulegu leyti í fjarnámi
Nám í kynjafræði og hagnýtri jafnréttisfræði við Stjórnmálafræðideild skapar fólki óteljandi starfsmöguleika. Fólk með jafnréttis- og kynjafræðimenntun starfar við kennslu- og fræðastörf, fjölmiðla- og upplýsingastörf, verkefna- og starfsmannastjórnun hjá hinu opinbera og hjá hagsmuna- og frjálsum félagasamtökum. Um námið: https://hi.is/kynjafraedi Lýsingar í kennsluskrá á einstökum námskeiðum diplómanáms í Hagnýtri jafnréttisfræði: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100420_20176&kennsluar=2022
7. Meistaranám í stjórnmálafræði
https://www.hi.is/stjornmalafraedi_ma Meistaranám í stjórnmálafræði er valkostur fyrir þá nemendur sem hafa hug á að sérhæfa sig í einhverjum af þeim megingreinum stjórnmálafræðinnar sem ekki eru kenndar á sérstökum námsleiðum. Námið miðar að því að þjálfa nemendur í úrlausn rannsóknarverkefna með frekara nám í huga en jafnframt nýtist námið sem góður grunnur fyrir fjölbreytt störf á vinnumarkaðnum.