Bráðadagurinn
6.
desember2022
Þverfagleg ráðstefna bráðaþjónustu Landspítala
Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni úr öllum sviðum bráðaþjónustu, bráðalækningum, bráðahjúkrun, sjúkraflutningum og bráðaþjónustu á landsbyggðinni.
Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga en sérstök áhersla verður á starfsánægju og vellíðan starfsfólks bráðaþjónustu og hvernig þessir þættir hafa áhrif á þróun þjónustunnar.
Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.
Skila þarf ágripum í síðasta lagi 30. janúar 2023
Kröfur um uppsetningu ágripa má sjá hér: www.landspitali.is/bradadagurinn