Hjukrun.is-print-version

Norræn ráðstefna um geðheilbrigðismál

27. janúar 2023

Í tilefni af formennskuári Íslands í norrænu ráðherranefndinni mun heilbrigðisráðuneytið halda ráðstefnu um geðheilbrigðismál þann 23. mars 2023 í Hörpu.

 

Þema ráðstefnunnar í ár er: Collaboration and Co-Production sem endurspeglar áherslur á það að skapa betri nálgun að geðheilbrigðismálum í samvinnu.

 

Ráðstefnan er flaggskip norræns samstarfs í geðheilbrigðismálum og er haldin annað hvert ár. Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum.  Á ráðstefnunni er fjallað um þau geðheilbrigðismál sem helst brenna á norrænu þjóðunum hverju sinni. Áríðandi málefni eru rædd af ráðherrum, fulltrúum stjórnsýslunnar, helstu norrænu og alþjóðlegu sérfræðingum og haghöfum. Þjóðirnar sameinast um að deila þekkingu, reynslu og mögulegum lausnum á áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.

 

Dagskráin einkennist af erindum og pallborðsumræðum í Norðurljósasal. Ráðherrar Norðurlanda munu ávarpa reynslu Norðurlandanna af samvinnu og samsköpun í geðheilbrigðismálum. Rætt verður um fordóma og árangursríkar leiðir til þess að takast á við þá. Einnig verður sérstaklega fjallað um jafningjafulltrúa í geðheilbrigðisþjónustu frá ýmsum sjónarmiðum. Auk þess verða þrjár málstofur sem fjalla munu um:

·      Collaboration and Co-Production in Mental Health Services -áhersla á aðkomu notenda að öllum þáttum geðheilbrigðisþjónustu

·      Nordic Collaboration and Innovation -áhersla á norrænt samstarf og nýsköpun í geðheilbrigðismálum

·      Suicide Prevention and Postvention -áhersla á heildstæða nálgun að sjálfsvígsforvörnum, samhæfingu og eftirfylgd eftirlifenda

 

Ráðstefnan er opin öllum endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu ráðstefnunnar. Skráning er opin. Þegar Ísland hélt ráðstefnuna síðast 2019 myndaðist biðlisti eftir sæti á ráðstefnunni og því mikilvægt að skrá sig snemma.  Ráðstefnunni verður streymt og nauðsynlegt er að skrá sig í streymi. Tungumál ráðstefnunnar er enska.

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála