Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga

28. febrúar 2023

Aðalfundur Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga verður haldinn í sal Félags íslenskra hjúkrunafræðinga fimmtudaginn 23. mars næstkomandi. 

Húsið opnar kl. 18:00 og munum við gæða okkur á léttum málsverði í boði fagdeildarinnar.

Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 19:00.

Kosið verður um breytingartillögu á starfsreglum styrktarsjóðsins en breytingin er viðbætur sbr. lið 8.

1. Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga.
2. Stjórn Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga hefur umsjón með sjóðnum.
3. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er tvisvar ári, 1. apríl og 1. október. Umsóknum er svarað í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu fagdeildarinnar, undir styrktarsjóður fagdeildar.
4. Umsækjendur skulu vera félagar í Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga og vera skuldlausir við fagdeildina.
5. Styrkir verða eingöngu veittir í verkefni og til símenntunar á sviði barnahjúkrunar.
6. Styrkþegar skulu kynna verkefni sín fyrir fagdeildinni innan árs frá veitingu. Kynningin getur verið í formi greinar í fréttabréfinu eða með því að kynna verkefnið á fundum deildarinnar.
7. Umsóknum verður raðað í forgangsröð. Umsóknir til að sækja vísindaþing, einkum þar sem styrkþegi kynnir rannsóknarniðurstöður ganga fyrir. Þeir sem hlotið hafa styrk áður lenda aftar í röðinni.
8. Upphæð styrkja er að hámarki 75.000 kr og veittir eru 4 styrkir árlega.
9. Eldri verkefni en tveggja ára eru ekki styrkhæf.
10. Styrkjum verður úthlutað samkvæmt fjárhagsáætlun eða framlögðum reikningi í frumriti. Sé styrks ekki vitjað fyrir 31.des, sama ár og hann er veittur, fellur hann niður.
11. Sjóðurinn er í vörslu gjaldkera fagdeildarinnar. Reikningsár sjóðsins er 1. janúar til 31. desember ár hvert. Reikningar sjóðsins verða yfirfarnir af skipuðum endurskoðendum fagdeildarinnar.
12. Reglur sjóðsins skal endurskoða árlega, fyrir aðalfund fagdeildarinnar

Stjórnin óskar eftir framboðum til formanns og gjaldkera fagdeildarinnar

Eftir að aðalfundarstörfum lýkur mun Sæunn Kjartansdóttir, sálfræðingur fjalla um mikilvægi áranna sem engin man


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála