Málþing og aðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga
Málþing og aðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga verður haldið á sameiginlegu vísindaþingi á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 24. mars 2023 milli kl. 13 og 16.
Dagskrá:
13:00-13:05 Þórdís Borgþórsdóttir formaður FS setur fundinn.
13:05-13:20 Þuríður Geirsdóttir, Tímamæling föstu og undirbúningur aðgerðar hjá 67 ára og eldri með mjaðmabrot og fara í aðgerð á Landspítala.
13:20-13:35 Erna Björk Þorsteinsdóttir, Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka.
13:35-13:50 Fannar Þór Benediktsson, Ómstýrð æðaleggsuppsetning.
13:50-14:10 Gunnar Thorarensen, Kynning á TAASK námskeiði.
14:10-14:30 Ásgeir Valur Snorrason, Svæfingar sjúklinga með vöðvarýrnunarsjúkdóma.
14:30-15:00 Kaffi
15:00-16:00 Aðalfundur Fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga, almenn gleði og búbblur.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Kær kveðja,
stjórnin, Anna, Erna Björk, Lára Borg, Ólöf og Þórdís