Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga

10. mars 2023

Aðalfundur Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga 2023 verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 17:00-18:00 í fundarsal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk fræðslu og samveru.

Dagskrá aðalfundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar deildar lagðir fram
  4. Tillögur að breytingum á starfsreglum deildarinnar
  5. Árgjald ákveðið
  6. Kosning formanns skv. 4. gr.
  7. Kosning stjórnar skv. 4. gr.
  8. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga
  9. Önnur mál
  10. Fræðsla

 

Formaður er kosinn til tveggja ára og Hlíf Guðmundsdóttir því sjálfkjörin áfram sem formaður. Auglýst er eftir þremur einstaklingum í stjórn félagsins.

Athugið að tillögur um breytingar á starfsreglum Fagdeildarinnar þurfa að berast skriflega til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Áhugasamir um stöðu í stjórn fagdeildarinnar sendið upplýsingar til Hlíf Guðmundsdóttir tölvupóstfang hlifgud@landspitali.is

Upplýsingar um útsendingu og / eða rafrænt fundarboð verður sent út með fyrirvara á tölvupósti og á facebook hópinn.

Krækja á streymi verður send út síðar.

 

F.h. stjórnar Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga,

Hlíf Guðmundsdóttir, formaður Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála