Aðalfundur Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga
Aðalfundur Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga 2023 verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 17:00-18:00 í fundarsal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk fræðslu og samveru.
Dagskrá aðalfundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar deildar lagðir fram
- Tillögur að breytingum á starfsreglum deildarinnar
- Árgjald ákveðið
- Kosning formanns skv. 4. gr.
- Kosning stjórnar skv. 4. gr.
- Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
- Fræðsla
Formaður er kosinn til tveggja ára og Hlíf Guðmundsdóttir því sjálfkjörin áfram sem formaður. Auglýst er eftir þremur einstaklingum í stjórn félagsins.
Athugið að tillögur um breytingar á starfsreglum Fagdeildarinnar þurfa að berast skriflega til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Áhugasamir um stöðu í stjórn fagdeildarinnar sendið upplýsingar til Hlíf Guðmundsdóttir tölvupóstfang hlifgud@landspitali.is.
Upplýsingar um útsendingu og / eða rafrænt fundarboð verður sent út með fyrirvara á tölvupósti og á facebook hópinn.
Krækja á streymi verður send út síðar.
F.h. stjórnar Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga,
Hlíf Guðmundsdóttir, formaður Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga