Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga

16. mars 2023

Aðalfundur Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga verður haldinn 24. mars 2023 kl. 15.00 á Hilton Reykjavík Nordica í sal FG. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi og í samræmi við 7.grein starfsreglna félagsins:

 

  • 1.Kosning fundarstjóra og ritara
  • 2.Skýrsla stjórnar
  • 3.Ársreikningar lagðir fram
  • 4.Árgjald ákveðið
  • 5.Breytingar á starfsreglum

    Lagðar eru til breytingar á greinum 3, 6, 7, 9 og 10.

  • 6.Kosning stjórnar
  • 7.Kosning fræðslunefndar
  • 8.Kosning skoðunarmanns reikninga
  • 9.Önnur mál

 

Fundargögn, svo sem starfsreglur og breytingartillögur á þeim geta félagar kynnt sér á Facebook síðu Fagdeildarinnar.

Kveðja

f.h. stjórnar Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga,

Anna Halla Birgisdóttir, formaður Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála