Hjukrun.is-print-version

Hvaða reglur gilda um starfslok hjá ríki og sveitarfélögum?

16. mars 2023

Námskeið haldið þriðjudaginn 28. mars 2023, kl. 9:00-12:30, einungis í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg þátttakendum eftir að því lýkur.

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þátttökugjald er kr. 21.500,-

Smelltu hér til að skrá þig

Markhópur: Stjórnendur og starfsmenn hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu og starfslok í opinbert starf, sem að öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.


Markmið: Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Fjallað verður um hvaða lagalegu mörk stjórnunarvaldi yfirmanna eru sett og þær reglur sem gilda um starfslok opinberra starfsmanna. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

 

Námskeiðið tekur m.a. á eftirfarandi álitaefnum:

Svigrúm stjórnenda til að gera breytingar á verkefnum opinberra starfsmanna, skyldur starfsmanna hjá hinu opinbera, hvernig á að taka á málum þegar starfsmaður sinnir starfi sínu á ófullnægjandi máta og brottvikning starfsmanns. Fjallað er um lagalegar afleiðingar mistaka við að taka á þessum málum. Þátttakendur fá yfirlit yfir helstu álitamál i tengslum við starfsmannastjórn hjá hinu opinbera og möppu með helstu dómum og álitum umboðsmanns sem vitnað er til í námskeiðinu.

 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.


Yfirlit yfir námskeið stofnunarinnar vorið 2023 má finna hér

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Ásdís Björk Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri, á abg37@hi.is eða í síma 525-5434.

Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála