Hjukrun.is-print-version

Núvitund - námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
8. janúar 2014

 

Nýtt námskeið hefst 30. janúar 2014. Kennt er einu sinni í viku í 8 vikur. Umsóknarfrestur er til 27. janúar.

Leiðbeinendur: Helena Bragadóttir hjúkrunarfræðingur á geðsviði LSH og Gunnar L. Friðriksson nuddari og sjúkraliði. Þau hafa farið á námskeið heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu, m.a. í Samyeling, tíbetsku klaustri staðsettu í Skotland. Einnig hafa þau lokið leiðbeinendanámskeiði frá Mindfulness Association. 

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun er einnig gagnleg til þess að draga úr hættu á kulnun í starfi og er þetta góð leið til að hlúa að sjálfum sér, en heilbrigðisstarfsfólk er oft undir töluverðu andlegu og líkamlegu álagi í starfi.

Skráning: Lokadagur skráningar er mánudagur 27. janúar 2014. Skráning fer fram hjá leiðbeinendum í netföngin gunnar@dao.is og helena@dao.is eða síma 8220927 (Helena) og 8220727 (Gunnar)

Nánari upplýsingar HÉR

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála