Hjukrun.is-print-version

Fíh tók þátt í kynningardeginum "Á Krossgötum"

RSSfréttir
24. janúar 2014

 


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í kynningardeginum Á krossgötum en að honum standa nemendur á lokaári BS náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Fíh kynnti þar aukaaðild sem er í boði er fyrir nemendur í hjúkrunarfræði sem lokið hafa fyrsta námsári í greininni við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri eða annan viðurkenndan háskóla. Fjöldi nemenda skráði sig í félagið á staðnum og fengu þeir sem það gerðu afhentar ýmsar upplýsingar um félagið og bakpoka með merki félagsins. Fíh býður þessa nýju félagsmenn velkoma í félagið.

Verðlaun voru veitt einum hópi fyrir bestu kynninguna. Hópurinn sem fékk fyrstu verðlaun var með „himneska hjúkrun“ og kynnti viðbótameðferð í hjúkrun. Fíh veitti bókargjafir að verðlaunum, og fengu nemendurnir hvert um sig bókina Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld, en hópurinn samanstendur af 9 nemendum. Eva Hjörtína Ólafsdóttir sem er tengiliður félagsins við nema og nýbrautskráða hjúkrunarfræðinga afhenti verðlaunin.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála