Hjukrun.is-print-version

Starfsemi Fíh kynnt

RSSfréttir
27. janúar 2014


Félagið hélt sinn árlega kynningarfund fyrir fjórða árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands á Hotel Natura þann 27. janúar síðastliðinn. Á fundinum voru kynntir helstu þættir í starfsemi félagsins. Farið var yfir hlutverk og starfsemi Fagsviðs og Kjara –og réttindasviðs auk þess sem kynntur var til leiks nýr fulltrúi nemenda og nýbrautskráðra hjúkrunarfræðinga, Eva Hjörtína Ólafsdóttir. Ólafur G. Skúlason formaður félagsins hvatti nemendur til að taka þátt í félagsstörfum og ítrekaði að þátttaka félagsmanna í starfsemi félagsins er forsenda fyrir velgengni þess.

Fíh óskar nemendum góðs gengis á lokasprettinum og hlakkar til samstarfsins við væntanlega félagsmenn.
              
 


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála