Hjukrun.is-print-version

Alþjóðasamtök hvetja stjórnmálamenn til að styðja og efla hjúkrun

RSSfréttir
5. febrúar 2014


FRÉTTATILKYNNING

Brussel & Genf, 17. janúar 2014

   


Stjórnmálamenn hvattir til að styðja og efla hjúkrun
Evrópusamtök félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) skora á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að til staðar sé nægilegur fjöldi vel menntaðra hjúkrunarfræðinga sem veita einstaklingsmiðaða þjónustu og sinna heilsueflingu í aðildarlöndum Evrópusambandsins og um heim allan.

Leiðtogar úr röðum Evrópusambands hjúkrunarfélaga (EFN) og Alþjóða hjúkrunarráðsins (ICN) funduðu í Brussel í þeim tilgangi að taka forgangsröðun varðandi eflingu og framþróun hjúkrunarstéttarinnar til gagngerrar skoðunar, jafnt innan Evrópusambandsins sem á heimsvísu.

Þó svo að áhersla væri lögð á rannsóknir, gagnreyndar stefnumótunaraðferðir og endurskoðun starfsleyfa sem lykilþætti í sambandi við fagmennsku og framþróun hjúkrunarstéttarinnar til lengri tíma litið gerðu fulltrúar EFN og ICN sér grein fyrir þörfinni á því að takast á við önnur og brýnni málefni. Þrátt fyrir að efnahagslíf margra þjóða sé á batavegi hefur fækkað mjög stöðugildum hjúkrunarfræðinga og kjör þeirra hafa versnað. Slíkar aðgerðir eru ógnun við sjálfbærni heilbrigðiskerfa. Til þess að hægt sé að tryggja skilvirka og árangursríka heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum skipta nýliðun og ráðningar vel menntaðra og þjálfaðra hjúkrunarfræðinga sköpum. Hjúkrunarfræðingar, stærsta einstaka heilbrigðisstéttin, eru sá hópur sem stendur næstur skjólstæðingunum og eru oft á tíðum einu heilbrigðisstarfsmennirnir sem þeir ná til í mörgum löndum og þarf að leiðandi ómissandi fyrir heilbrigði fólks um heim allan.

EFN og ICN skora því á stjórnmálamenn að:
  1. Endurskoða, í ljósi batnandi efnahagsástands, starfsskilyrði og þörf fyrir hjúkrunarfræðinga með það fyrir augum að tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar.
  2. Endurmeta spár um þörf á vinnuafli til lengri og skemmri tíma með beitingu megindlegra og eigindlegra aðferða til að tryggja fullnægjandi framboð á vel menntuðum hjúkrunarfræðingum.
  3. Efla hjúkrunarmenntun svo hún samræmist þörfum skjólstæðinga og samfélagsins á hverjum tíma.
  4. Gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri á þátttöku í opinberri stefnumótun.

***ENDIR***ATHUGASEMDIR


Frekari upplýsingar fást hjá: 


Mr Paul De Raeve
- EFN General Secretary
Heimilisfang: Clos du Parnasse, 11A - B-1050 Brussels - Belgium
Sími: +32 2 512 74 19 - Fax: +32 2 512 35 50
Tölvupóstur: efn@efn.be - Vefsíða: www.efnweb.eu

Lindsey Williamson
International Council of Nurses
Heimilisfang: 3 place Jean Marteau - 1201 Geneva - Switzerland
Sími: +41 22 908-0100 - Fax: +41 22 908-0101
Tölvupóstur: williamson@icn.ch - Vefsíða: www.icn.ch

Um EFN
Evrópusamtök hjúkrunarfélaga (EFN) voru stofnuð árið 1971. Aðild að EFN eiga 34 landssamtök hjúkrunarfræðinga og starfsemi samtakanna snertir dagleg störf 6 milljón hjúkrunarfræðinga í aðildarlöndum Evrópusambandsins og um alla Evrópu. EFN er óháður málsvari hjúkrunarstéttarinar og tilgangur samtakanna er að efla störf og stöðu hjúkrunarfræðinga í þágu almannaheilbrigðis og hagsmuna hjúkrunarstéttarinnar í Evrópu og innan ESB.

Um ICN
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) er samtök hjúkrunarfélaga í meira en 130 löndum og fulltrúi milljóna hjúkrunarfræðinga um heim allan. Hjúkrunarfræðingar stýra ráðinu og eru alþjóðlegir leiðtogar hjúkrunarfræðinga en markmið ICN er að tryggja gæði í hjúkrun og skýra stefnumótun í heilbrigðismálum á heimsvísu.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála