Hjukrun.is-print-version

Ályktun Öldungadeildar Fíh um hjúkrunarheimili

RSSfréttir
29. apríl 2014


Aðalfundur Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 9. apríl 2014, skorar á heilbrigðisráðherra að bæta fjárhagslegan grundvöll hjúkrunarheimila í landinu. Einvörðungu mikið veikir einstaklingar hljóta vist á öldrunarheimilum í dag. Fundurinn lýsir yfir áhyggjum af lækkandi hlutfalli faglærðra starfsmanna innan öldrunarþjónustunnar þar sem rannsóknir sýna að gæði þjónustu og fjöldi faglærðra stafsmanna haldast í hendur.


F.h. Öldungadeildar Fíh

Oddný M. Ragnarsdóttir, formaður
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála