Hjukrun.is-print-version

Vika hjúkrunar á Landspítala 2014

RSSfréttir
5. maí 2014

Vikuna 12. til 16. maí verður vika hjúkrunar haldin á Landspítala á vegum hjúkrunarráðs.

Í boði verða áhugaverðir hádegisfyrirlestrar, málþing um starfsemi göngudeildar hjartabilunar, hjúkrunarbúðir þar sem sýndar verða nýjungar og nauðsynjar í hjúkrun og veggspjaldasýning sem sýnir rannsóknir og verkefni sem tengjast hjúkrun á Landspítala.

Þá mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veita 21 hjúkrunarfræðingi styrk úr Vísindasjóði félagsins. Styrkirnir eru veittir árlega og er þeim ætlað að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun.

Skoða dagskrá

Allir eru velkomnir á viðburði í viku hjúkrunar.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála