Hjukrun.is-print-version

Samningaviðræður hafnar á ný

RSSfréttir
20. september 2014

Líkt og kveðið var á í kjarasamningi Fíh og ríkisins eru samningaviðræður vegna kjarasamninga sem lausir verða árið 2015 hafnar. Þegar hafa verið haldnir tveir fundir og eru nefndirnar að kynna þau málefni sem lögð verður áhersla á. Næsti fundur hefur verið ákveðinn í október.

Samninganefnd hjúkrunarfræðinga skipa:

Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh
Eva Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins
Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur Landspítala 
Rut Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heilbrigðisstofnun Suðurlands
Valgerður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala

Félagsmenn eru hvattir til að styðja við samninganefndina og til uppbyggilegrar umræðu um kjaramál. Stefnt er á að gera kjarakönnun meðal félagsmanna í vetur auk þess sem haldið verður kjaraþing/málþing um kjör, vinnuumhverfi, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga. 

Eflum samstöðu!!

Samninganefnd Fíh
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála