Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hjúkrunarfræðingar boða til verkfalls

RSSfréttir
11. maí 2015

Yfirgnæfandi meirihluti atkvæðabærra hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs samþykkti að boða til ótímabundins verkfalls frá og með miðvikudeginum 27. maí, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðslan var rafræn og fór fram daganna 4. til 10. maí. Alls voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 76,28% hjúkrunarfræðinga og þar af voru 90,65% fylgjandi verkfalli.

Verkfall hjúkrunarfræðinga mun hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir sem eru í rekstri ríkisins auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.

Í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrst og fremst lagt áherslu á að hækka dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga þannig að þau endurspegli bæði ábyrgð og menntun hjúkrunarfræðinga og að laun þeirra verði sambærileg við aðrar háskólastéttir.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála