Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Yfirlýsing frá Fíh

RSSfréttir
22. maí 2015

 

Í framhaldi af árangurslausum samningafund í gær, fimmtudag, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga árétta að launakröfur hjúkrunarfræðinga eru hógværar. Félagið fer fram á að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu samanburðarhæf við laun sambærilegra háskólamenntaðra stétta sem starfa hjá ríkinu og ábyrgð þeirra sé metin til launa. Nú er launamunurinn 14-25% og við það geta hjúkrunarfræðingar ekki unað.

Það er á ábyrgð ríkisins að viðhalda hér sómasamlegu heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir það hefur samninganefnd ríkisins ekkert gert til þess að koma á móts við eðlilegar kröfur hjúkrunarfræðinga.

Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann  27. maí næstkomandi

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála