Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fullt út úr dyrum á upplýsingafundi

RSSfréttir
27. maí 2015

Hátt í 500 manns mættu á upplýsingafund um boðað verkfall í gær 26. maí, og var mikill samhugur í fólki. Meðal umræðuefna voru laun hjúkrunarfræðinga og ýmsir þættir sem snúa að verkfallsaðgerðunum, svo sem mætingu í verkfalli, greiðslur úr verkfallssjóði og verkfallsvörslu. Nánari upplýsingar um þessa þætti er að finna á síðunni Spurt og svarað um verkfall, en síðan er í sífelldri endurskoðun og bætt er við hana eftir því sem við á.

Á fundinum kom fram að félagið gerir kröfu um að menntun og ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa, en  laun hjúkrunarfræðinga eru 15-25% lægri en laun karllægari stétta sem starfa á vegum ríkisins og hafa jafnlanga eða styttri háskólagöngu að baki.  

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála