Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Samningafundi lauk án árangurs

RSSfréttir
3. júní 2015

Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefndar Ríkisins lauk kl. 17:40 og varð enginn árangur af fundinum. Samninganefnd Ríkisins var ekki tilbúin að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga á þann hátt að við var unað. Ekki virðist vera vilji hjá ríkisvaldinu að útrýma kynbundnum launamun innan hins opinbera né heldur jafna kjör hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða.

Það er markmið Fíh í þessum viðræðum að hjúkrunarstarfið verði samkeppnishæft um mannafla framtíðarinnar og að hjúkrunarfræðingar velji að starfa við hjúkrun líkt og þeir hafa menntað sig til. Fíh vill þannig tryggja að hér verði byggt upp öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi með hjúkrunarfræðinga í broddi fylkingar. Hins vegar virðist vilji ríkisins ekki vera sá sami ef marka má þann kjarasamning sem hjúkrunarfræðingum hefur verið boðið.

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála