Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Stuðningsyfirlýsing hjúkrunarráðs Reykjalundar

RSSfréttir
4. júní 2015

"Stuðningsyfirlýsing hjúkrunarráðs Reykjalundar við hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu.

Hjúkrunarráð Reykjalundar lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og þær aðgerðir sem þeir hafa nú verið knúnir til að beita. Á sjúkrahúsum, í heilsugæslu, endurhæfingu og á hjúkrunarheimilum eru hjúkrunarfræðingar í burðarhlutverki, vel menntað fagfólk sem er grundvöllur öruggrar og góðrar heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarráð Reykjalundar leggur áherslu á að menntun og ábyrgð séu metin að verðleikum og að laun og starfskjör hjúkrunarfræðinga séu samkeppnishæf við laun faghópa sem hafa sambærilega menntun.

Hjúkrunarráð Reykjalundar tekur af heilum hug undir kröfur hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um bætt kjör og aðbúnað og hvetur ráðherra fjármála og heilbrigðismála til að ganga til samninga við þá tafarlaust."

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála