Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga höfðar dómsmál gegn íslenska ríkinu

RSSfréttir
18. júní 2015

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) ákvað á fundi sínum í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 þar sem verkfallsaðgerðir FÍH eru gerðar óheimilar og gripið var  inn í kjaradeilu aðila.

Stjórn FÍH telur að lögin stangist á við réttindi þau sem félagið og félagsmenn þess njóta samkvæmt stjórnarskránni og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er skuldbundið af, m.a. mannréttindasáttmála Evrópu. Tilgangur málshöfðunar verður að fá lögum nr. 31/2015 hnekkt og um leið fá viðurkennt að FÍH njóti þrátt fyrir lagasetninguna verkfallsréttar og samningsfrelsis hvað varðar hjúkrunarfræðinga í starfi hjá ríkinu

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála