Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Styrkir til rannsóknaverkefna doktorsnema

RSSfréttir
7. júlí 2015

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heildarupphæð styrkja er 700 þúsund krónur.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2015.

Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, http://www.hi.is/hjukrunarfraedideild/rannsoknastofnun_i_hjukrunarfraedi 

Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti, t.d. vegna árgangsafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka, 0513-26-004057. Kennitala Styrktarsjóða HÍ er 571292-3199.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, verkefnisstjóri RSH, margbjo@hi.is


Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur auk Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði HÍ og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála