Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Orlofssjóður/Gjafabréf Icelandair o.fl.

RSSfréttir
22. október 2015

Félagsmenn hafa verið duglegir að nýta sér það sem er í boði á orlofsvefnum.  Ennþá eru til Icelandair gjafabréf og örfáar helgar eru einnig lausar til áramóta í bústöðum/íbúðum félagsins. 

Gjafabréf Icelandair eru til sölu á orlofsvefnum meðan birgðir endast.  Miðað er við að hver félagsmaður geti keypt 2 gjafabréf á ári.  Gjafabréfin gilda í tvö ár frá útgáfudegi til félagsins, en ekki er hægt að fá þau endurgreidd.  Verð fyrir gjafabréf er 22.000 kr. til félagsmanns og gildir sem 30.000 kr. greiðsla upp í fargjald til allra áfangastaða flugfélagsins.  Ef bókuð er ferð sem kostar minna en virði gjafabréfsins verður mismunurinn eftir á gjafakortsnúmerinu og hægt að nýta hann síðar.  Ef bókuð er ferð sem kostar meira en virði gjafabréfsins, nýtist gjafabréfið sem greiðsla upp í verð þeirrar ferðar.  Afganginn er hægt að greiða með greiðslukorti.   Hægt er að skoða stöðu gjafabréfsins á vef Icelandair, hve mikið er eftir af bréfinu og hversu lengi það gildir.

Leiðbeiningar - Hvernig á að bóka og greiða flug Icelandair með gjafabréfi

Gjafabréfslykillinn (lykillinn kemur upp þegar gjafabréfið er keypt) er færður inn á síðu í bókunarferlinu sem heitir -greiðsluupplýsingar-.  Reiturinn er neðst á síðunni.  Þar er einnig hægt að smella á -bæta við- ef nota á fleiri en eitt gjafabréf.  Athugið að smella þarf á -bæta við- á eftir innslætti hvers gjafabréfslykils.
Í öryggisskyni er beðið um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu þrátt fyrir að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum.  Eftir að bókun lýkur fáið þið sendan rafrænan flugmiða og kvittun í tölvupósti
Athugið að ekki er hægt að  nýta gjafabréfið eftir að bókun er gerð heldur er það notað um leið og bókunin er framkvæmd.  Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Icelandair um þjónustugjöld.
Vinsamlega athugið að ef greiða skal með gjafabréfi Vildarklúbbs, er einungis hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.  Allar nánari upplýsingar um skilmála gjafabréfa Vildarklúbbsins er að finna á www.icelandair.is

Byrjað var að selja gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og hefur það mælst vel fyrir.  Hótelmiðar og miðar í Hvalfjarðargöngin eru einnig mjög vel nýttir af félagsmönnum.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála