Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Landsþing Sjálfstæðiflokksins samþykkti ályktun þess efnis að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga verði betur nýtt innan heilbrigðisþjónustunnar

RSSfréttir
26. október 2015

Á nýafstöðnum  landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun þess efnis að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga verði viðurkennd til að sinn fyrsta stigs þjónustu með það að leiðarljósi að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu.

Um ræðir m.a. að skoða viðbótarmenntun hjúkrunarfræðinga sem tíðkast erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi eða s.k. Nurse practicioners samkvæmt þeim rökstuðningi sem fylgdi ályktuninni.

Nurse practicioner eru hjúkrunarfræðingar með sérfræðimenntun innan hjúkrunar á meistara- eða doktorsstigi. Þessir hjúkrunarfræðingar hafa m.a. leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum.

Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af  Nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu. Nurse Practicioners fjölgar hratt í Bandaríkjunum og Kanada og nú líka Svíþjóð, Noregi,  Bretlandi og Hollandi.

Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun.

Ályktunin var lög fram af Ingu Maríu Árnadóttur, hjúkrunarnema og stjórnarmeðlim í Heimdalli. Inga María er jafnframt í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins og er hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðinema í Háskóla Íslands.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi.  Enn á eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu Nurse Practicioner og verður því notast við það fyrst um sinn.

 

Ályktunina má sjá hér í heild sinni:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill stytta biðlista:

Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála