Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vegna fréttar Morgunblaðsins um laun hjúkrunarfræðinga og lækna

RSSfréttir
12. desember2015

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir athugasemdir við grein Morgunblaðsins um samanburð launa hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi við laun sömu stétta á Norðurlöndunum.

Titill greinarinnar er ,,Hæstu laun á Íslandi" á mbl.is en ,,Launin á Íslandi nú þau hæstu" í prentuðu útgáfu Morgunblaðsins.

Í grein blaðsins er farið ítarlega yfir forsendur þessa fyrirsagna og er tekið fram að verið sé að bera saman heildarlaun hjúkrunarfræðinga og lækna við mánaðarlaun ( dagvinnulaun) sömu stétta á Norðurlöndunum. Í fréttinni eru færð rök fyrir þvi hvers vegna þessi laun eru borin saman. Fíh er ekki sammála þeim rökum. 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við þennan samanburð og telur að hér sé verið að bera saman epli og appelsínur. Hjúkrunarfræðingar og læknar á Norðurlöndum vinna vaktavinnu og fá því greidd heildarlaun líkt og á Íslandi. Þó að upplýsingar um heildarlaun þessara stétta á Norðurlöndum liggi ekki fyrir (skv. frétt Morgunblaðsins) er raunin sú að heildarlaun á Norðurlöndum samanstanda af dagvinnulaunum auka þeirra launagreiðslna sem koma til vegna vinnu sem unnin er um kvöld, nætur, helgar og hátíðar. Það er því með ólíkindum að verið sé að bera saman dagvinnulaun við heildarlaun og gerir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga alvarlegar athugasemdir við þessa aðferðarfræði.

Ef bera skal saman laun vaktavinnumanna skal bera dagvinnulaun saman við dagvinnulaun og heildarlaun saman við heildarlaun.

Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á Íslandi í júní 2015 eru að meðaltali 496.872 kr. Meðalheildarlaun hjúkrunarfræðinga eru 730.393 kr.  Þetta eru tölur sem birtar eru á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Þegar dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eru borin saman við dagvinnulaun hinna Norðurlandanna kemur í ljós að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru einungis hærri en dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð en lægri en bæði í Noregi og Danmörku. Upplýsingar um heildarlaun á Norðurlöndum liggja ekki fyrir.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur best að ræða um dagvinnulaun þegar verið er að bera saman laun stétta. Vaktavinnufólk fær greitt álag fyrir að vinna á tímum sem sannað er að hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu auk þess sem það krefst mikillar fjarveru á tímum sem að öllu jafnan er notið samvista við vini og vandamenn. Auk þess hefur þjónusta heilbrigðiskerfisins breyst á þann hátt að sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar vinna einungis dagvinnu.

 

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála