Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Heimsókn frá Norska hjúkrunarfélaginu

RSSfréttir
7. janúar 2016
 

 

Í dag heimsótti kjaradeild Norska hjúkrunarfélagsins Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að fræðast um kjaramál á Íslandi, einkum til að kynna sér hvernig íslenska kjarasamningsumhverfið væri og hvernig Fíh nálgast kjaraviðræður sínar. Þau höfðu einnig mikinn áhuga á að fá upplýsingar um verkfall hjúkrunarfræðinga 2015 og hvaða áhrif það hafði á laun og starfsumhverfi íslenskra hjúkrunarfræðinga.


Starfsmenn Fíh fengu einnig fræðslu frá Norska hjúkrunarfélaginu, til að mynda varðandi laun hjúkrunarfræðinga í Noregi, vinnutíma, bakvaktafyrirkomulag og þjálfun trúnaðarmanna.Góð samvinna er milli hjúkrunarfélaganna á Norðurlöndum og skiptast félögin gjarnan á upplýsingum sín á milli og læra hvert af öðru. Í einhverjum tilfellum er umhverfið ólíkt hvað varðar lög og reglugerðir landanna. Þó er ansi margt sambærilegt, og þá einkum í starfsumhverfi og faglegri þróun hjúkrunarfræðinga innan Norðurlandanna.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar Norska hjúkrunarfélaginu kærlega fyrir heimsóknina.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála