Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Orlofssjóður - Fréttir

RSSfréttir
21. mars 2016
Sumarúthlutun á orlofsvefnum fór vel af stað og opnar fyrir síðasta hóp næsta mánudag kl. 9:00 eða þá sem eiga a.m.k. 15 punkta.

Orlofssjóður hefur í samstarfi við Vodafone netvætt orlofshús og orlofsíbúðir í eigu félagsins. Leiðbeiningar hvernig á að tengjast eru á ensku og íslensku og standa í plexistandi í orlofshúsum og orlofsíbúðum í eigu félagsins. Greiða þarf fyrir það gagnamagn sem valið er í gegnum greiðslugátt Valitor.

Margt fleira en orlofshús er niðurgreitt af orlofssjóði t.d. hótelmiðar, gjafabréf Icelandair, Flugfélags Íslands, Ferðafélags Íslands, Útivist, Golfkort, Mennningarkort, Veiðikort og Útilegukort.

Til að komast inn á vefinn er farið inn á Mínar síður. Þar þurfa félagsmenn að slá inn kennitölu og íslykil eða nota rafræn skilríki. Vefurinn er lokaður öðrum en hjúkrunarfræðingum sem greiða í orlofssjóðinn.

Athugið að íbúðir félagsins í Reykjavík og Furulundur á Akureyri tilheyra ekki sumarúthlutunum. Þær er hægt að leigja 1-7 sólarhringa í einu. Tveggja vikna forgangur er fyrir félagsmenn sem búa utan við það svæði sem orlofsíbúðin er á.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála