Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Skapa þarf eftirsóknarvert starfsumhverfi

RSSfréttir
23. mars 2016

Borgarafundur RÚV um heilbrigðismál var haldinn í gærkvöldi, og voru þar mjög áhugaverðar pallborðsumræður um stöðu heilbrigðiskerfisins í dag. Fyrir svörum voru meðal annarra Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sigríður benti á mikilvægi þess að fjölga þyrfti hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi, þar eð aðeins hluti af útskrifuðum hjúkrunarfræðingum skila sér inn á stofnanir.

Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ræddi mikilvægi þess að skilgreina heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni með tilliti til mismunandi þjónustustigs.

Fréttaumfjöllun um fundinn

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála