Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Kynningarfundir og atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga við sveitarfélögin

RSSfréttir
26. apríl 2016
Kynningarfundir sem boðið eru upp á eru eftirfarandi:

Akranes:                              miðvikudaginn 27. apríl kl. 14, Höfði Akranesi
Akureyri:                              fimmtudaginn 28. apríl kl. 16, Hlíð Akureyri
Vestmannaeyjar:              föstudagurinn 29.apríl kl 15, Hraunbúðir

Höfn í Hornafirði:               miðvikudagurinn 4.maí kl 14, HSSA


Fjarfundir fyrir aðra hjúkrunarfræðinga sem starfa á sveitafélagasamningi verða í boði miðvikudaginn 27. apríl kl. 16:30 og föstudaginn 29. apríl kl 14. Einstaklingar og hópar munu geta tengst fjarfundinum. Þeir hjúkrunarfræðingar eða hópar hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á því að tengjast fjarfundinum geta sent tölvupóst á eva@hjukrun.is til að skrá sig á fundinn og fá þeir þá leiðbeiningar um hvernig hægt er að tengjast inn á fjarfundinn.

Upplýsingar um nýjan kjarasamning verða sendar til hjúkrunarfræðinga í tölvupósti miðvikudaginn 27. apríl. Í tölvupóstinum verður tengill á nýjan kjarasamning og samantekt um helstu atriði nýs kjarasamnings.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun síðan fara fram á tímabilinu 1.maí kl 08:00 - 5. maí kl. 15:30. Atkvæðagreiðslan mun fara fram á Mínum síðum: https://minar.hjukrun.is

Upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar verða sendar með tölvupósti til félagsmanna miðvikudaginn 27. apríl.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála